Hér er að finna upplýsingar um æviágrip mitt auk upplýsinga sem finna má á opinberum síðum sem kynnt hafa frambjóðendur til stjórnlagaþings.
Hvers vegna býð ég mig fram?
Á Íslandi eiga allir að geta haft það gott. Í þeim erfiðleikum sem við mætum núna skapast sögulegt tækifæri til þess að endurskoða, læra og breyta samfélaginu til bjartrar framtíðar. Vönduð stjórnarskrá leggur grunninn að framúrskarandi samfélagi með öflugar grunnstoðir. Ég mun starfa með opnum huga, jákvæðni, krafti og metnaði sem fulltrúi þjóðarinnar á stjórnlagaþingi. Áhersluatriði mín eru m.a. mannréttindi, lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar og þjóðareign á auðlindum. Einnig legg ég áherslu á þrískiptingu ríkisvaldsins, eflingu Alþingis og helstu stofnana þess. Ég hef það að leiðarljósi að gæðum lands, þjóðar og samfélags verði skilað vel til komandi kynslóða.-
Nýlegar færslur
-
Join 1 other subscriber
Myndir