Æviágrip

ÆVIÁGRIP

F. í Reykjavík 9. maí 1978. For: Þórir Guðmundsson (f. 17. nóvember 1936) vélgæslumaður og Bjarndís Eygló Indriðadóttir húsmóðir (f. 14. ágúst 1939 d. 26. janúar 1999). Systur: Guðrún Þórisdóttir (1969), Steinunn Þórisdóttir (1973) og Aðalheiður Þórisdóttir (1978).

MENNTUN

Stúdentspróf MR 1998. BA gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands 2002. Diplóma gráða í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands 2006. Kandídatsnám í sálfræði frá 2008, fyrirhuguð námslok í lok árs 2010.

STÖRF

Stuðningsfulltrúi í Gylfaflöt dagþjónustu fyrir fötluð ungmenni sumarafleysingu 2009. Stuðningsfulltrúi á öldrunarheimili á Lokalcenter Skelager í Árósum sumar 2008. Forstöðumaður sambýlis hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) 2004-2007. Deildarstjóri sama sambýlis 2003-2004. Stuðningsfulltrúi  á sama sambýli 1999-2002. Starfsmaður á Kleppi 2003 í stuttan tíma. Ýmis sumarstörf samhliða námi m.a. garðyrkja, afgreiðslustörf í bakaríi, fiskvinnsla og blaðaútburður.

FÉLAGSSTÖRF

Varaformaður í stjórn Landssambands framsóknarkvenna 2009-2011. Siðanefnd Framsóknarflokksins 2009-2010. Varamaður í nefnd um erlenda fjárfestingu síðan 2009. Áheyrnarfulltrúi í fjölskyldunefnd í Mosfellsbæ fyrir Íbúahreyfinguna síðan haust 2010. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2006. Aðalmaður í fjölskyldunefnd í Mosfellsbæ fyrir Framsóknarflokkinn 2006-2007. Anima skemmtinefnd sálfræðinema 1999-2000.

Hef skrifað pistla og greinar um samfélagsmál í ýmis blöð.

UM MIG

Ég hef mikinn áhuga á manneskjunni og samfélaginu í sínni víðustu mynd. Á mörg áhugamál meðal annars hestamennsku, ferðalög, útiveru, líkamsrækt, samverustundir með fjölskyldu ogvinum, að borða góðan mat og njóta hvers andartaks í lífinu.

Ég ferðaðist um Kína, Tíbet, Nepal, og Tæland í þrjá og hálfan mánuð haustið 2002. Ég dvaldi í Árósum í Danmörku frá 2007-2009 við framhaldsnám í sálfræði.

Eitt svar við Æviágrip

  1. Friðjón Árnason sagði:

    Sæl Kristbjörg.
    Nafnið eða númerið þitt réttara sagt, fer mjög ofarlega á kjörseðilinn minn á laugardaginn, líklega í 2. eða 3. sætið (búinn að lofa 1. sætinu) fyrst og fremst vegna afstöðu þinnar til mannréttindamála og þjóðareignarhalds á auðlindum okkar.
    Einnig þykir mér vinnubrögð þín vönduð, framsetning málefna skýr, skorinorð og einlæg, ekki síst upplýsingar á hagsmunaskráningunni. Betur væri að fleiri færu að þínu dæmi.
    Sem sagt, gangi þér vel!

    Friðjón Árnason

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s