Meðmæli

Kristbjörg hefur starfað á Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík (SSR) frá maí 1999. Á heimili fyrir 5 einstaklinga með þroskahömlun ásamt einhverfu og geðfötlun. Starfið hefur krafist mikils skipulags og nákvæmni í vinnubrögðum auk mikillar færni í samskiptum m.a. við íbúa, aðstandendur og samstarfsfólk.

Kristbjörg hóf störf á heimilinu sem stuðningsfulltrúi og vann þá með námi sínu í Sálfræði við Háskóla Íslands. Árið 2003 er hún ráðin sem deildarstjóri og staðgengill forstöðumanns og gegnir því starfi þar til hún tekur forstöðu heimilisins í maí 2004. Þessum störfum hefur hún öllum gengt af mikilli ábyrgð og alúð og staðið vel undir allri þeirri ábyrgð sem henni hefur verið falin.

Samhliða annasömu stjórnunarstarfi hefur Kristbjörg einnig tekið að sér ýmis verkefni fyrir SSR og unnið þau af miklum metnaði og skilað þeim vel og samviskusamlega af sér.

Kristbjörg er harðdugleg, samviskusöm og fylgin sér og hefur staðið vel undir allri ábyrgð sem henni hefur verið falin.

(21.2.2007 Hróðný Garðarsdóttir, sviðsstjóri fullorðinssviðs SSR)

Kristbjörg hefur sinnt forstöðumannsstarfinu af mikilli alúð og dugnaði. Hún er sérstaklega opin og óhrædd að tileinka sér ný vinnubrögð og hugmyndafræði. Hún setur sér skýr markmið í allri vinnu og hefur nýtt sér hæfileika sína í mannlegum samskiptum ásamt miklum skipulagshæfileikum til að virkja samstarfsfólk sitt og ná þeim stjórnunarlegu markmiðum sem hún hefur sett sér.

Kristbjörg hefur einnig verið mjög áhugasöm um að taka að sér sérverkefni á vegum SSR sem tengjast allri stofnuninni en ekki einungis hennar heimili. Hún hefur verið mikill drifkraftur í þessum verkefnum og verið mjög hugmyndarík varðandi nýja eða aðra nálgun á þau verkefni sem verið er að leysa.

Ég gef Kristbjörgu mín bestu meðmæli hvort heldur er sem fagmanns í ummönnun fatlaðra eða sem stjórnanda á krefjandi vinnustað. Hún er leiðtogi sem fylkir fólki með sér og lýkur þeim verkum sem hún tekur að sér.

(10.3.2007 Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri SSR)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s