Ég hef ekki öll svörin

Í framboði til stjórnlagaþings erum við frambjóðendur beðin um að taka afstöðu til margra grundvallaratriða sem lúta að undirstöðu samfélags okkar.

Satt best að segja þá er það ekki auðvelt mál. Svör við þessum spurningum verða ekki hrist fram úr erminni á einni kvöldstund. Fyrirfram hefur maður ákveðið viðhorf, sýn og skoðanir en það er langt í frá að maður hafi mótað sér rækilega upplýsta afstöðu til allra þeirra atriða sem eru í stjórnarskránni eða þurfa að vera í henni. Til þess þarf miklu meiri vinnu og miklu meiri tíma. Sjálf tel ég afar mikilvægt að lesa mér vel til í Rannsóknarskýrslu Alþingis, skýrslu þingmannanefndarinnar, stjórnarskrár annarra ríkja, lúslesa stjórnarskrá okkar og fara yfir ýmis önnur viðgeigandi gögn til að fræða sjálfa mig fyrir þá miklu vinnu sem framundan er. Ég tel ekki rétt að taka afstöðu byggða á tilfinningunni einni saman.

Því bið ég fólk um að hafa það í huga varðandi þau svör sem ég gef upp hér á vefnum að ég hef ekki kynnt mér allar hliðar, gögn og rök í öllum málum og því er sú afstaða sem ég tek á þessum tímapunkti að talsverðu leyti takmörkuð en gefur vonandi einhverja mynd af mér sem frambjóðanda.

Ég tel mikilvægt að fara inn í þessa vinnu með opinn huga, jákvæðni, metnað, bjartsýni og síðast en ekki síst með einn munn en tvö eyru. Ég tel einnig mikilvægt að líta á verkefnið sem stórt samvinnuverkefnið þjóðar. Við þurfum öll að velta þessum atriðum fyrir okkur, horfa til þess sem fulltrúar þjóðarinnar á Þjóðfundi lögðu til og finna sameiginlegan farveg mála sem við getum sem flest skrifað upp á og getur undirbyggt framúrskarandi samfélag á Íslandi.

Ég óska okkur öllum heilla á þeirri spennandi vegferð sem er framundan við það að byggja betra Ísland.

Um Kristbjörg Þórisdóttir nr. 6582

Ég er 32 ára kandídatsnemi í sálfræði sem býð mig fram til stjórnlagaþings. Ég bið um stuðning þinn og bið þig um að greiða mér atkvæði þitt en þú hefur 1 atkvæði og 24 til vara. Ég bið þig um að setja mig í 1. sæti :)
Þessi færsla var birt undir Framboð til stjórnlagaþings. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s