Ég hef skrifað undir þennan undirskriftarlista til þess að staðfesta það að ég mun ekki kaupa auglýsingar vegna framboðs míns til stjórnlagaþings.
Ég mun prenta út nafnspjöld, hringja, keyra á fundi og jafnvel eitthvað annað. Kostnaður verður væntanlega undir 50 þúsund krónum. Hann er greiddur úr eigin vasa.
Ég treysti því á þig kæri stuðningsmaður að bera mér gott orð og kynna öðru fólki fyrir síðunum mínum, mér og mínum stefnumálum.
Umfram allt hvet ég þig til þess að láta ekki það sögulega tækifæri sem þjóðin fær 27. nóvember til þess að taka fyrsta skrefið inn í nýja framtíð framhjá þér fara!
Taktu þátt!
Tækifærið er NÚNA!