Nú treysti ég á þig!

Þar sem ég mun ekki nýta mér mátt fjölmiðla til þess að auglýsa þá treysti ég á þig að aðstoða mig við að koma mér og mínum stefnumálum á framfæri.

Ef þú þekkir mig þá veistu væntanlega hvað ég stend fyrir. Ef þú þekkir mig minna getur þú skoðað áherslur mínar og greinarnar sem ég hef birt síðustu ár. Ef þig langar til þess að heyra beint í mér getur þú skrifað mér tölvupóst á kristbjorgthoris@simnet.is eða hringt í s: 8978181

Ég þigg allar ábendingar og rýni til gagns því ég veit vel að ég hef ekki öll svörin og er í raun aðeins á upphafsreit varðandi þau málefni sem stjórnlagaþing mun fjalla um. En ég er tilbúin til þess að fræðast, hlusta, lesa mér til og mynda mér þannig upplýsta skoðun.

Svona getur þú hjálpað mér:

  • Talað við fólk í kringum þig, jafnvel hringja í það
  • Fá nafnspjöld hjá mér og dreifa fyrir mig (sem er einmitt eitt af því sem ég legg kostnað í en greiði úr eigin vasa – ég get því ekki sagt að ég eyði ekki krónu í framboðið því ég mun eyða uþb. 50 þúsund krónum í það)
  • Deila þessari síðu fyrir mig til dæmis á Fésbókinni
  • Deila bloggsíðu minni fyrir mig sem ég hef bloggað á í nokkur ár og hægt er að lesa sér allítarlega til um pælingar mínar í gegnum tíðina
  • Deila Fésbókarsíðu framboðsins fyrir mig og smella á „líkar við“
  • Deila atburðinum „Kjósa Kristbjörgu Þórisdóttur nr. 6582 á stjórnlagaþing“ og smella á „mæti“

Ég virði það ef þú hefur annan frambjóðanda sem þú kýst að nota atkvæði þitt í en vona þá að ég sé á listanum þínum (sem efst auðvitað) og þú látir aðra vita af mér 🙂

Þú hefur nefnilega bara eitt atkvæði og 24 til vara samkvæmt þessu kosningakerfi.

Umfram allt hvet ég þig til þess að taka þátt í þessu sögulega tækifæri sem við sem þjóð fáum til þess að stíga skref inn í betri framtíð fyrir land og þjóð 🙂

Kær kveðja,

Kristbjörg Þórisdóttir eða á ég að segja nr. 6582… 😉

Eigðu góðan dag og mundu að hvert augnablik er það dýrmætasta sem þú átt!

Um Kristbjörg Þórisdóttir nr. 6582

Ég er 32 ára kandídatsnemi í sálfræði sem býð mig fram til stjórnlagaþings. Ég bið um stuðning þinn og bið þig um að greiða mér atkvæði þitt en þú hefur 1 atkvæði og 24 til vara. Ég bið þig um að setja mig í 1. sæti :)
Þessi færsla var birt undir Framboð til stjórnlagaþings. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s