Dagurinn í dag hefur verið annasamur hjá mér sem frambjóðanda eins og eflaust flestum öðrum í þessum sporum.
Dagurinn hófst á útvarpsviðtali í Efstaleiti sem verður spilað á Rás 1 í vikunni en hægt verður að nálgast hlekki á viðtölin á þessum vef og mun ég deila þeim hér.
Að loknu viðtalinu hélt ég upp í ráðhús þar sem Kvenréttindafélag Íslands bauð kvenframbjóðendum í kaffi og konfekt þar sem kjósendum gafst færi á að koma og hitta okkur.
Það var ánægjulegt að uphaflega átti fundurinn að vera í sal KRFÍ en vegna þess að hann er ekki aðgengilegur öllum var fundurinn færður til vegna ábendingar frá Freyju Haraldsdóttur frambjóðanda.
Það fyllir mig alltaf jafn miklum eldmóð að byrja að ræða hugsjónir mínar við fólk og fá að heyra það sem fólk er að upplifa og sýn hvers og eins.
Næsta vika verður annasöm en mikið er ég ánægð að hafa boðið mig fram því ég hef nú þegar kynnst ótalmörgu áhugaverðu fólki og lært mikið.
Farið vel með ykkur 🙂