Kostnaður vegna framboðsins er eftirfarandi:
- Prentkostnaður: Nafnspjöld 2000 stk. ásamt A4 kynningarblöðum 100 stk. 37.500 kr.
- Myndataka: 14.000 kr.
- Bensín og símakostnaður 10.000 kr.
- Hvatningarhópur frambjóðenda (eftir að greiða): 5000 kr.
- Póstkostnaður: 2000 kr.
Alls er þetta því um 68.500 kr. en ég áætlaði 50.000 kr. í þessa kosningabaráttu. Ég keypti ekki auglýsingar, setti sjálf upp heimasíðuna og naut aðstoðar góðs fólks t.d. í því að dreifa nafnspjöldum og hengja upp A4 blöð.
Ég mun senda ríkisskattstjóra staðfestingu þess efnis að kostnaður við framboð mitt hafi verið undir 300.000 kr.
Ávinningurinn vegna framboðsins hefur verið kynni við ótalmargt áhugavert fólk, gríðarleg reynsla og mikill lærdómur 🙂