Takk

Fólk er dýrmætasta persónulega auðlindin mín.

Það hef ég séð enn betur eftir að taka þátt í stjórnlagaþingskosningum. Á ákveðnum sprettum fannst manni maður vera einn í framboði og einn í heiminum og fylltist streitu sem því miður bitnaði á þeim sem stóðu manni næst. Í lok dagsins þá fann maður að allir voru með manni. Sú tilfinning er ótrúlega dýrmæt.

Að finna stuðninginn, hvernig fólk stendur með manni alla leið, gefur sér tíma frá annasömum störfum til þess að ráðleggja manni, stendur úti með manni í frostinu um miðja nótt að tala við fólk um framtíð Íslands, kemur færandi hendi með kökur, kemur með blómakörfu, gjafir, leggur á sig mikla vinnu til þess að hjálpa manni, færir manni mat þegar maður sjálfur hefur ekki rænu á að hugsa fyrir slíku. Fólk sem gefur manni af sér og deilir með manni af tíma sínum sem er einnig dýrmætasta auðlind okkar allra. Sú auðlind er því miður takmörkuð og klárast hjá okkur öllum einn daginn.

Svona gæti ég talið lengi upp og lýst því hvernig fólk stóð við bakið á mér í þessu framboði.

Þetta er það sem skiptir máli og sama hvernig fer þá er þetta eitt af því sem ég mun taka með mér og stinga í bakpokann minn áfram inn í lífið.

Varðandi kosningarnar almennt þá lít ég á þær sem sigur. Þetta snýst ekki bara um það hvað við fengum út úr þessu á nákvæmlega þessum tímapunkti. Þetta snýst um það að við framkvæmdum þetta og stigum með því fyrsta skrefið að nýrri og betri framtíð fyrir íslenska þjóð. Við getum svo tekið með okkur ómælda reynslu um það hvernig haga skuli slíkri kosningu þannig að öll þjóðin treysti sér með í þá vegferð í nánustu framtíð.

Með þessari færslu er ég þó fyrst og fremst að lýsa yfir þakklæti við þá ótalmörgu sem stóðu mér mér, höfðu trú á mér og lögðu mikið á sig fyrir mig. Það verður seint fullþakkað.

Takk.

Um Kristbjörg Þórisdóttir nr. 6582

Ég er 32 ára kandídatsnemi í sálfræði sem býð mig fram til stjórnlagaþings. Ég bið um stuðning þinn og bið þig um að greiða mér atkvæði þitt en þú hefur 1 atkvæði og 24 til vara. Ég bið þig um að setja mig í 1. sæti :)
Þessi færsla var birt undir Framboð til stjórnlagaþings. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s