Takk fyrir mig :)

Jæja þá liggja úrslit fyrir.

Ég endaði í 57. sæti. Fyrstu viðbrögð voru vonbrigði vegna þess að ég eins og aðrir tók þátt til þess að ná kjöri inn á stjórnlagaþing. Ég óska nýkjörnum stjórnlagaþingmönnum til hamingju með kjörið. Innan þess hóps eru einstaklingar sem ég er mjög ánægð með að sjá þarna en einnig aðrir sem ég kaus ekki sjálf en svona er lýðræðið.

Mig langar til þess að nota tækifærið og þakka öllum þeim sem höfðu trú á mér og mínu framboði, studdu mig og lögðu mikið á sig til að hjálpa mér.  Það er ómetanlegt.

Ég er mjög ánægð með að hafa boðið mig fram og er reynslunni ríkari. Ég er búin að leggja vonbrigði og tapsærindi til hliðar og hef nú þegar stungið reynslunni af þessu framboði ofan í gott hólf í bakpoka lífsins. Þessi reynsla verður svo kannski tekin upp síðar, aldrei að vita :).

Það er gott að vita hvar maður raðaðist á listann en lista frambjóðenda má sjá hér. Ég hefði hinsvegar gjanan viljað vita meira eins og t.d. í hvaða sæti kjósendur settu mig og á hvað mörgum listum ég var. Það eru allt gagnlegar upplýsingar til þess að læra af. Ég auglýsti ekki neitt og veit af fólki sem vissi ekki að ég var í framboði.

Ég tel að í framtíðinni þurfi að tryggja góða kynningu á öllum frambjóðendum þannig að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun án þess að kjósa útfrá keyptri ímynd eða sjá frekar þá sem fyrir eru þekktir í heysátu frambjóðenda. Sem óþekktur einstaklingur er maður svolítið eins og nál í heystakki…

Ég tel að það eigi að draga verulega úr aðgangi frambjóðenda að auglýsingum en keyra þess í stað á framboðsfundum, þáttum í fjölmiðlum og sameiginlegu kynningarefni þar sem allir sitja við sama borð. Með því móti snýst kosningabaráttan líka um það sem öllu máli skiptir sem eru málefnin – hvernig við sjáum verkefnin og leiðir að markmiðum með mismunandi hætti. Það er mun hollara en innantómir fallega innpakkaðir kosningapakkar sem reynast oft hafa annað innihald en fólk hélt í upphafi.

Gagnsæi vil ég líka sjá í framtíðarkosningum þar sem skýr krafa er gerð á alla frambjóðendur um hagsmunaskráningu til samræmis við það sem notast er við á Alþingi okkar Íslendinga. Ég skora á nýkjörið stjórnlagaþing að gera kröfu um hagsmunaskráningu þingmanna sinna sem yrði birt á vefnum.

Við þurfum að hætta að tala um allt það fallega sem við viljum og fara að finna leiðir til þess að framkvæma það.

Ég vona að við séum í sameiningu lögð af stað inn í framtíðina og fagna því :).

Takk fyrir mig!

Um Kristbjörg Þórisdóttir nr. 6582

Ég er 32 ára kandídatsnemi í sálfræði sem býð mig fram til stjórnlagaþings. Ég bið um stuðning þinn og bið þig um að greiða mér atkvæði þitt en þú hefur 1 atkvæði og 24 til vara. Ég bið þig um að setja mig í 1. sæti :)
Þessi færsla var birt undir Framboð til stjórnlagaþings. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s