Áherslur

HVERS VEGNA BÝÐ ÉG MIG FRAM?

Á Íslandi eiga allir að geta haft það gott. Í þeim erfiðleikum sem við mætum núna skapast sögulegt tækifæri til þess að endurskoða, læra og breyta samfélaginu til bjartrar framtíðar. Vönduð stjórnarskrá leggur grunninn að framúrskarandi samfélagi með öflugar grunnstoðir. Ég mun starfa með opnum huga, jákvæðni, krafti og metnaði sem fulltrúi þjóðarinnar á stjórnlagaþingi. Áhersluatriði mín eru m.a. mannréttindi, lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar og þjóðareign á auðlindum. Einnig legg ég áherslu á þrískiptingu ríkisvaldsins, eflingu Alþingis og helstu stofnana þess. Ég hef það að leiðarljósi að gæðum lands, þjóðar og samfélags verði skilað vel til komandi kynslóða.

Kaflarnir sem eru undir þessari síðu eru hugleiðingar mínar varðandi ýmis atriði sem varða stjórnarskrána en sumt sem ég nefni eru ekki endilega atriði sem enda í stjórnarskránni en snúa að hugmyndum að breytingum sem stuðla geta að betri stjórnsýslu og betra samfélagi. Það er mikilvægt að hafa í huga að þessar áherslur geta breyst eftir því sem ég verð fróðari, upplýstari og heyri fleiri rök frá ýmsum hliðum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s