Þrískipting ríkisvaldsins

Ég vil sjá raunveruleg skil milli þriggja greina ríkisvaldsins og tel það vera forsendu raunverulegs lýðræðis og skilvirks stjórnkerfis.

Til að raunveruleg skil ríki á milli löggjafar- og framkvæmdavalds og að þau starfi sjálfstætt eru fleiri en ein leið fær.  Tvær þeirra aðyllist ég.

Annars vegar að ráðherrar afsali sér þingmennsku þegar þeir taka við ráðuneyti og kalli inn varamann.

Hins vegar að bæði framkvæmdavald og löggjafarvald sé kosið beinni kosningu.  Í því samhengi tel ég ekki heppilegt að forsætisráðherra einn sé kosinn beinni kosningu þar sem ég tel alla ráðherra þurfa að hafa lýðræðislegt vald á bakvið sig.

Styrkja þarf stöðu löggjafarvalds gagnvart framkvæmdavaldi. Það má meðal annars gera með þeim hætti að gerð lagafrumvarpa fari fram á Lagaskrifstofu Alþingis sem sett verði á fót.

Ráðuneytin gefi svo umsögn um lagafrumvörp (þeas. öfugt við það sem nú er að frumvörpin eru unnin í ráðuneytunum og þau svo send nefndum Alþingis til umsagnar).

Þingmenn geti að hámarki setið 3 kjörtímabil (12 ár) og séu eftir það ekki kjörgengir fyrr en að öðrum þremur kjörtímabilum loknum. Ráðherrar geti að hámarki setið í 8 ár.

Einnig þarf að styrkja stöðu og sjálfstæði dómsvaldsins. Dómsmálaráðherra hafi ekki einn vald til þess að skipa hæstaréttardómara. Þeir séu kosnir af þjóðinni eða umsækjendur þreyti nafnlaust próf og sá sem bestu niðurstöðu hlýtur úr prófinu fái embættið.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s