Forseti Íslands

Ég vil að staða og valdsvið forseta Íslands verði skýrð betur út í nýrri stjórnarskrá. Ég sé forseta Íslands sem leiðtoga, sameiningartákn og andlit þjóðarinnar út á við ásamt því að vera talsmann friðar, náttúruverndar og mannréttinda.

Ég vil að farið verði vel yfir greinarnar sem snúa að forseta Íslands í vinnu við nýja stjórnarskrá og þeim breytt með það í huga að skilgreina stöðu og vald forsetans t.d. í tengslum við framkvæmdavaldið. Ég tel að skoða þurfi það að forsetinn sé bæði hluti af löggjafar- og framkvæmdarvaldinu (skv. 2. gr.)  og hafi þannig mikil völd en jafnframt er tekið fram skv. (11. gr.) að hann sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Þetta tel ég m.a. að þurfi að endurskoða.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s