Ég vil að raunverulegt gagnsæi sé á Íslandi. Það er lykillinn að upplýstu lýðræðissamfélagi og dregur úr möguleikum á spillingu.
Allir frambjóðendur til Alþingis, sveitarstjórna eða annarra trúnaðarstarfa þurfi að skila inn hagsmunaskráningu. (Ég tel t.d. að frambjóðendum til stjórnlagaþings ætti skýlaust að vera gert að skila slíkri skráningu inn, sjá síðurnar um hagsmunaskráningu).
Tryggt sé aðgengi allra að upplýsingasamfélaginu til dæmis með því að efla aðgengi fatlaðs fólks að opinberum heimasíðum með lögbundinni vottun.
Vinnubrögð kjörinna fulltrúa séu tekin til endurskoðunar í samræmi við það sem kemur fram í rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem fundargerðir séu ætíð skráðar og gerðar opinberar. Sé um viðkvæmar upplýsingar að ræða sé þó ætíð skylda til þess að skrá allar ákvarðanir niður.
Opnar yfirheyrslur verði leyfðar á Alþingi.