Persónukjör

Ég vil að fólk geti valið frambjóðendur óháð flokkum og fyrirfram röðuðum listum.

Ég vil sjá persónukjör þannig að kjósendur geti valið frambjóðendur þvert á lista stjórnmálaafla en einnig geti þeir kosið fólk sem er í framboði sem einstaklingar.

Mikilvægt er þó að í slíku vali sé tryggð aðkoma mismunandi hópa þannig að kjörnir fulltrúar endurspegli heildina. Það má gera með kvótum t.d. eins og þeirri leið sem nýtt verður varðandi val til stjórnlagaþings að jafna út kynjahlutföll eftirá. Einnig tel ég að þurfi að tryggja að hvert landsvæði eigi lágmarksfjölda fulltrúa.

Ég vil að landið verði eitt kjördæmi og vægi atkvæða jafnt.

Ég tel líklegt að fólk muni áfram skipa sér í flokka eftir mismunandi hugsjónum og sýn á því hvernig eigi að leysa hin pólitísku verkefni og þeir sem deili svipaðri sýn raðist á sama stað í litrófinu. Það þarf einnig að vera rými fyrir þá sem vilja starfa að hugsjónum sínum án þess að tilheyra stjórnmálaöflum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s