Hvers vegna býð ég mig fram?
Á Íslandi eiga allir að geta haft það gott. Í þeim erfiðleikum sem við mætum núna skapast sögulegt tækifæri til þess að endurskoða, læra og breyta samfélaginu til bjartrar framtíðar. Vönduð stjórnarskrá leggur grunninn að framúrskarandi samfélagi með öflugar grunnstoðir. Ég mun starfa með opnum huga, jákvæðni, krafti og metnaði sem fulltrúi þjóðarinnar á stjórnlagaþingi. Áhersluatriði mín eru m.a. mannréttindi, lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar og þjóðareign á auðlindum. Einnig legg ég áherslu á þrískiptingu ríkisvaldsins, eflingu Alþingis og helstu stofnana þess. Ég hef það að leiðarljósi að gæðum lands, þjóðar og samfélags verði skilað vel til komandi kynslóða.-
Nýlegar færslur
-
Join 1 other subscriber
Myndir
Greinasafn eftir: Kristbjörg Þórisdóttir nr. 6582
Takk fyrir mig :)
Jæja þá liggja úrslit fyrir. Ég endaði í 57. sæti. Fyrstu viðbrögð voru vonbrigði vegna þess að ég eins og aðrir tók þátt til þess að ná kjöri inn á stjórnlagaþing. Ég óska nýkjörnum stjórnlagaþingmönnum til hamingju með kjörið. Innan … Halda áfram að lesa
Takk
Fólk er dýrmætasta persónulega auðlindin mín. Það hef ég séð enn betur eftir að taka þátt í stjórnlagaþingskosningum. Á ákveðnum sprettum fannst manni maður vera einn í framboði og einn í heiminum og fylltist streitu sem því miður bitnaði á … Halda áfram að lesa
Til hamingju með daginn Íslendingar!
Fór gangandi að kjósa – tók enga stund 🙂 hef góða tilfinningu enda góður dagur fyrir íslenska þjóð! Minni ykkur kæru vinir á að hvert einasta atkvæði getur ráðið úrslitum og sá sem er í 1. sæti fær atkvæðið en … Halda áfram að lesa
Kostnaður vegna framboðs míns
Kostnaður vegna framboðsins er eftirfarandi: Prentkostnaður: Nafnspjöld 2000 stk. ásamt A4 kynningarblöðum 100 stk. 37.500 kr. Myndataka: 14.000 kr. Bensín og símakostnaður 10.000 kr. Hvatningarhópur frambjóðenda (eftir að greiða): 5000 kr. Póstkostnaður: 2000 kr. Alls er þetta því um 68.500 … Halda áfram að lesa
Þitt atkvæði skiptir mig máli
Hvert einasta atkvæði skiptir máli – atkvæðið þitt og þeirra sem þú hefur hvatt til að styðja mig gæti verið það sem sker úr um hvort ég kemst á stjórnlagaþing eða ekki… 😉 Muna að kjósa á morgun og helst … Halda áfram að lesa
Hver á næsta leik, þjóðin eða þingið?
Vísir, 26. nóv. 2010 11:59 Hver á næsta leik, þjóðin eða þingið? Kristbjörg Þórisdóttir nr. 6582 frambjóðandi til stjórnlagaþings Kristbjörg Þórisdóttir skrifar: Næstkomandi laugardag verður kosið til stjórnlagaþings. Þeir 25-31 þingmenn sem setjast á stjórnlagaþing munu undirbúa frumvarp að endurbættri … Halda áfram að lesa
Aðstoð til kjósenda
Nú munu margir leggjast yfir blöðin sín sem eru ekki búnir að því nú þegar og leita sér að frambjóðendum til þess að kjósa. Ég mæli með þessari upptalningu af hjálpartækjum sem geta aðstoðað þig í vinnunni. Vefir sem gagnast … Halda áfram að lesa
Lokaspretturinn
Jæja þá er lokaspretturinn hafinn. Allt sem maður gerir í lífinu tekur einhvern enda. Í upphafi virðist tíminn óendanlegur en svo skyndilega eru síðustu sandkornin að renna niður stundaglasið. Augnablikin eru á sífelldri hreyfingu og það er okkar að grípa … Halda áfram að lesa
Hagsmunaskráning stjórnlagaþingmanna – grein birt í Morgunblaðinu í dag
Fimmtudagur | 25. nóvember | 2010 Hagsmunaskráning stjórnlagaþingmanna Kristbjörg Þórisdóttir, http://www.kristbjorg.wordpress.com Í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings skrifaði ég opið bréf til Dómsmálaráðuneytis þar sem ég kallaði eftir því að frambjóðendum til stjórnlagaþings yrði gert skylt að upplýsa um hagsmunatengsl … Halda áfram að lesa
Hefur þú boðað komu þína?
Ég vona að þú hafir boðað komu þína á þennan sögulega viðburð. Ég bið um stuðning þinn í 1. sæti eða efstu sætin til vara og vona að ég sé á listanum þínum! Saman getum við stigið inn í nýja … Halda áfram að lesa