Kristbjörgu Þórisdóttur á stjórnlagaþing

(Birt í Mosfellingi 11.11.2010)

Ágætu Mosfellingar!

Ég heiti Kristbjörg Þórisdóttir og er Mosfellingur sem býð mig fram til stjórnlagaþings. Ég er 32 ára kandídatsnemi í sálfræði við Árósarháskóla sem er að ljúka námi mínu um áramótin. Ég er einnig með diplóma gráðu í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands. Lengst af hef ég starfað að málefnum fatlaðs fólks eða í 8 ár, sem stuðningsfulltrúi, deildarstjóri og forstöðumaður á sambýli fatlaðs fólks. Ég hef tekið virkan þátt í félagsstörfum frá 2006 og starfaði m.a. í Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar 2006-2007 sem fulltrúi Framsóknar og er núna áheyrnarfulltrúi í sömu nefnd á vegum Íbúahreyfingarinnar. Ég hef áhuga á því að vinna með fólki, fyrir fólk. Ég hef áhuga á manneskjunni í sinni víðtækustu mynd og hvernig við getum byggt betra samfélag á Íslandi!

Sögulegt tækifæri

Um þessar mundir stendur íslenska þjóðin frammi fyrir sögulegu tækifæri. Við höfum tækifæri til þess að endurskoða og betrumbæta frá grunni þann ramma sem sniðinn er um það samfélag sem við viljum búa í. Meðal annars í þeirri vinnu sem fór fram á þjóðfundi, þeirri umræðu sem á sér stað í samfélaginu og með stjórnlagaþingi. Vönduð stjórnarskrá leggur grunninn að framúrskarandi samfélagi með öflugar grunnstoðir. Á Íslandi eiga allir að geta haft það gott! Við erum fámenn þjóð sem er rík af auðlindum.

Ég hef að leiðarljósi að fara inn á stjórnlagaþing með opnum huga, jákvæðni, krafti og metnaði í farteskinu. Ég mun kynna mér málefnin til hlítar, hlusta á umræður og rök beggja aðila og móta stefnu mína þannig með upplýstum hætti. Ég tel mikilvægt að lesa meginpart af rannsóknarskýrslu Alþingis, skýrslu þingmannanefndarinnar, stjórnarskrár annarra ríkja og önnur viðeigandi gögn. Einnig mun ég hafa niðurstöður þjóðfundarins að leiðarljósi.

Áhersluatriði

Ég hef nokkur áhersluatriði: Umgjörð um þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör til lýðræðisumbóta. Þjóðareign á auðlindum okkar og arður af þeim renni til þjóðarinnar. Tryggja það að lykilfyrirtæki samfélagsins geti aldrei orðið að meirihluta í eigu erlendra eða innlendra kjölfestufjárfesta heldur séu ávallt að meirihluta í opinberri eigu almennings. Umbætur á starfsemi Alþingis, meðal annars að ráðherrar séu aldrei þingmenn á sama tíma heldur séu skýr skil á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, þingmenn geti að mesta lagi setið þrjú kjörtímabil en geti svo boðið sig fram á ný að öðrum tólf árum liðnum og að unnið verði að því að styrkja Alþingi í hlutverki sínu sem mikilvæga stofnun samfélagsins meðal annars með því að vinnustaðurinn verði fjölskylduvænni og styðji betur við þingmenn sem manneskjur í krefjandi hlutverki sínu.

Upplýsingar um framboð mitt

Ég hvet þig til þess að kynna þér framboð mitt betur en það getur þú meðal annars gert með því að fara inn á Facebook síðu framboðsins http://www.facebook.com/home.php?#!/pages/Kristbjorgu-porisdottur-a-Stjornlagabing/111631408901841 og heimasíðu þess https://kristbjorg.wordpress.com/. Þar er meðal annars að finna hagsmunaskrániningu mína.

Auðkennisnúmerið mitt er 6582. Ég bið um stuðning þinn og bið þig um að setja mig helst í 1. sætið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s