Tækifærið er núna

(grein birt á Vísi 27.5.2010 og Morgunblaðinu 28.5.2010)

Þann 1. janúar 2011 verða málefni fatlaðra flutt yfir til sveitarfélaganna. Við það skapast langþráð tækifæri til breytinga. Í raun má segja að tíminn núna sé ekki ósvipaður þeim tímapunkti þegar altækar stofnanir voru lagðar niður að mestu og sambýli reist víðs vegar um samfélagið. Nýir tímar kalla á nýja hugmyndafræði og aðrar lausnir. Fatlað fólk á sama rétt og annað fólk á því að lifa eðlilegu og góðu lífi og blómstra í samfélaginu. Þessi réttindi eru tryggð í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem undirritaður var af fulltrúm Íslands þann 30. mars 2007. Samningurinn um réttindi fatlaðs fólks (Convention on the rights of persons with disabilites) er tímamótaskref að réttlátara samfélagi. Nýverið kynnti félagsmálaráðherra á fundi ríkisstjórnarinnar þá fyrirætlun að fullgilda samninginn. Meðal annars þarf að ráðast í heildarendurskoðun á lögum um málefni fatlaðra nr.59/1992 og er lagt til að þau muni þá nefnast lög um réttindi fatlaðs fólks auk ýmissa annarra lagabreytinga.

Notendastýrð persónuleg aðstoð

Eitt af því sem þarf að festa í lög eru lög um Notendastýrða Persónulega Aðstoð (NPA) sem fjallar í stuttu máli um það að fatlaðir einstaklingar eigi rétt á því að stjórna lífi sínu sjálfir þrátt fyrir þörfina fyrir aðstoð annarra. Með þessari aðferð er verið að tryggja að fólk fái þá aðstoð sem það þarf á hverjum tímapunkti en ekki staðlaða þjónustu sem oft er dýr og nýtist kannski illa. Þennan rétt má tryggja með því að veita fötluðu fólki kost á því að ráða sér aðstoðarfólk sjálft í stað þess að þurfa að búa á ákveðnum stað þar sem veitt er þjónusta sem það skipuleggur ekki sjálft. Stoðþjónustan er þannig skilin frá búsetunni. Viðkomandi einstaklingur gæti stofnað samvinnufélag um þjónustuna sem hann er eigandi að og rekur. Fjármagnið fer þá beint til samvinnufélagsins og fylgir einstaklingnum. Tilraunaverkefni um þetta fyrirkomulag hafa sýnt fram á að kostnaður er svipaður þeim sem væri af hefðbundinni þjónustu í tilvikum þar sem um mikla þjónustuþörf er að ræða. Nú þegar liggur fyrir tillaga til þingsályktunar sem lögð var fyrir á yfirstandandi þingi. Ísland er eina landið af Norðurlöndunum sem ekki hefur sett lög um NPA en slík lög voru samþykkt 1993 í Svíþjóð og tóku gildi 1994 (1002/93:159 Lag om assistansersattning). Þau hafa verið hinum Norðurlöndunum fyrirmynd og eru oft nefnd LASS lögin.

Við yfirfærslu málefna fatlaðra skapast tækifæri til þess að endurskoða allt kerfið í heild sinni með samþættingu við félagsþjónustukerfi sveitarfélaganna. Ég hvet því verðandi sveitarstjórnarmenn að kynna sér vel þessi málefni og veita þeim brautargengi á næsta ári. Þannig er stigið stórt skref að því að tryggja fötluðu fólki það líf sem flestir telja sjálfsagt og á að vera tryggt okkur öllum samkvæmt mannréttindasáttmálum og lögum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s