Fyrirspurn frá Félagi umhverfisverkfræðinga

Félag umhverfisfræðinga á Íslandi gerði könnun á afstöðu frambjóðenda til stjórnlagaþings til hugmynda um að umhverfisverndarákvæði verði bætt í stjórnarskrá. Tölvupóstur var sendur á alla frambjóðendur sem birta netföng sín á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Spurt var:

Munt þú styðja tillögur þess efnis að umhverfisverndarákvæði verði bætt við íslensku stjórnarskrána, náir þú kjöri til stjórnlagaþings?

Með umhverfisverndarákvæði er til dæmis átt við ákvæði um sjálfbæra þróun, um rétt almennings til heilnæms umhverfis, um umgengni við náttúru og umhverfi með tilliti til komandi kynslóða og um vernd villtra dýrastofna.

Eftirfarandi frambjóðendur svöruðu spurningunni játandi. Þeir frambjóðendur sem eru fylgjandi umhverfisverndarákvæði en hafa enn ekki svarað fyrirspurn félagsins eru hvattir til að senda tölvupóst þess efnis á ghgudmundsson@gmail.com og verður nöfnum þeirra þá bætt við meðfylgjandi lista.

Í stafrófsröð:

Kristbjörg Þórisdóttir 6582

svar mitt:

Komið þið sæl,
ég þakka fyrirspurnina og svara spurningunni játandi. Ég tel náttúru og umhverfi Íslands vera eina af okkar dýrmætustu auðlindum sem okkur beri að vernda og ganga vel um, ekki síst með tilliti til komandi kynslóða Íslendinga.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s