Fyrirspurn frá Ferðaklúbbnum 4×4

1.      Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?

Ég tel rétt að skoða það að binda þess háttar ákvæði í stjórnarskrána. Þetta er hins vegar mál sem ég er ekki sérfróð um og þarf ég því að kynna mér málið betur og heyra rökræðuna til þess að geta endanlega myndað mér skoðun á því. Ég er hins vegar jákvæð fyrir hugmyndinni og tel eðlilegt að almenningur eigi rétt á frjálsri för um óbyggðir landsins svo framarlega sem ekki sé gengið á rétt náttúrunnar sjálfrar eins og t.d. vegna aksturs utan vega.

Ég mun hafa niðurstöður Þjóðfundar að leiðarljósi í vinnu minni á stjórnlagaþingi þar sem ég tel að þar hafi fulltrúar þjóðarinnar lagt línur sem stjórnlagaþingmönnum beri að hafa að leiðarljósi og tel því mjög líklegt að ég muni styðja ákvæði um almannarétt. Ég er einnig sammála því að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að stjórnarskráin sé fyrir fólkið í landinu þ.e.a.s. að hagsmunir heildarinnar séu ofar sérhagsmunum.

2.      Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?

Já, ég tel það mjög líklegt en hef þó þann fyrirvara á að ég þarf að kynna mér málið frá öllum hliðum og rök þess. Þetta ákvæði ætti þó að falla mjög vel að mínum stefnumálum og hugsjón.

Að lokum

Ein okkar dýrmætasta auðlind eru óbyggðir landsins með allri sinni ómetanlegu náttúru og Íslendingar eiga rétt á því að geta notið hennar og notið ávaxta auðlindarinnar.

Þakka ykkur innilega fyrir fyrirspurnina.

Með virðingu og vinsemd,

Kristbjörg Þórisdóttir

frambjóðandi nr. 6582

www.kristbjorg.wordpress.com

http://www.facebook.com/#!/pages/Kristbjorgu-porisdottur-a-Stjornlagabing/111631408901841

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s