Fyrirspurn frá Samtökunum ´78

1)      Hver eru viðhorf þín til hinsegin fólks (Hommar, Lesbíur, tvíkynhneigðir og transgender)?

Ég hef jákvæð viðhorf til alls fólks óháð kynhneigð þess og hef einstaklega mikinn áhuga á margbreytileika mannsins. Sem betur fer erum við ekki öll steypt í sama mótið en samt erum við nú öll 99% eins og sækjumst eftir því sama í lífinu: öryggi, hamingju, ást og forðast þjáningar, samanber það sem Dalai Lama andlegur leiðtogi Tíbeta hefur oft talað um. Við erum öll fædd undir sömu sólinni og eigum sama rétt á þessari jörð.

2)      Hvað munt þú gera ef sú hugmynd kemur upp að bæta orðinu kynhneigð inn eða áfram útiloka þennan hóp samfélagsins úr stjórnarskránni?

Ég er tilbúin til þess að berjast sérstaklega fyrir því að inn í 65. gr. verði sett orðið „kynhneigð“ ásamt öðrum orðum sem þar vantar, t.d. „fötlun“ og eflaust fleiri. Komist ég inn á stjórnlagaþing megið þið gjarnan minna mig á að berjast sérstaklega fyrir þessu máli sem og öðrum sem snerta sjálfsögð mannréttindi.

3)      Ert þú jákvæð/ur í garð réttinda hinsegin fólks?

Stjórnarskráin á að vera fyrir alla Íslendinga. Í mínum huga er það augljóst að gæta þarf réttinda allra hópa samfélagsins þar meðtalið réttinda hinsegin fólks. Ég er mjög jákvæð í garð réttinda hinsegin fólks.

Ég hef farið þrisvar sinnum í Gay pride gönguna og finnst alltaf jafn yndislegt að finna gleðina, kærleikann og kraftinn sem þar leikur yfir vötnum og hef mikið álit á mannkostum þeirra einstaklinga sem ég þekki sem tilheyra þessum hópi fólks.

Þakka ykkur innnilega fyrir fyrirspurnina!

Með kveðju,
Kristbjörg Þórisdóttir nr. 6582
frambjóðandi til stjórnlagaþings
s: 8978181
www.kristbjorg.wordpress.com
http://www.facebook.com/event.php?eid=129990560391226#!/pages/Kristbjorgu-porisdottur-a-Stjornlagabing/111631408901841

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s