Utankjörfundaratkvæði

Kosningu utan kjörfundar skal hefja sautján dögum fyrir kjördag, eða 10. nóvember 2010. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sömu kjörstjórum og við alþingiskosningar. Henni skal lokið í síðasta lagi 26. nóvember kl. 12.

Atkvæði sem greidd eru utan kjörfundar skulu hafa borist kjörstjórn í því sveitarfélagi sem kjósandinn er á kjörskrá fyrir kl. 22 á kjördag, 27. nóvember 2010.

Ath. að utankjörfundaratkvæðagreiðsla á vegum sýslumannsins í Reykjavík fer fram í Laugardalshöll, sjá nánar hér.

Kjörstaðir:

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á eftirfarandi stöðum:

Hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Þá getur sýslumaður einnig ákveðið að atkvæðagreiðsla á aðsetri embættis fari fram á sérstökum stað utan aðalskrifstofu svo og að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stað í umdæmi hans. Sjá lista yfir sýslumenn og upplýsingar um þá hér.

Erlendis, á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnun, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið auglýsir einnig hvar og hvenær atkvæðagreiðsla geti farið fram erlendis. Sjá nánar á vef utanríkisráðuneytisins.

Sjúkrahúsum, fangelsum, dvalar- og vistheimilum. Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlaða, er heimilt að greiða atkvæði á stofnuninni. Með sama hætti fer um vistmann fangelsis. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi 3 vikum fyrir kjördag. Sjá nánar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu sjúkra.

Heimahúsi. Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, sbr. framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi 3 vikum fyrir kjördag. Sjá nánar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu sjúkra. Umsóknareyðublað um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi (PDF) .

Kjörstjóri auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram, með þeim hætti sem venja er á hverjum stað að birta opinberar auglýsingar.

Hvernig fer kosning fram utan kjörfundar?

Eftir að kjósandi hefur gert grein fyrir sér á viðhlítandi hátt fyrir kjörstjóra fær hann afhent kjörgögn sem eru kjörseðill skv. 10. gr., fylgibréf, kjörseðilsumslag og sendiumslag. Því næst greiðir hann atkvæði í einrúmi eins og lýst er í 2. mgr. 11. gr., leggur kjörseðilinn í kjörseðilsumslagið og lokar því. Því næst skal kjörseðilsumslagið sett í sendiumslagið. Fylgibréfið skal útfyllt og undirritað og líka sett í sendiumslagið og því er síðan lokað. Kjörstjóri skal gæta þess að nafn og kennitala kjósandans sé skráð á sendiumslagið og að það sé áritað til kjörstjórnar í sveitarfélaginu þar sem hann er á kjörskrá. Um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar fer eftir lögum um kosningar til Alþingis.

Kjósandi þarf aðstoð

Ef kjósandi skýrir kjörstjóra frá því að hann sé ekki fær um að árita kjörseðilinn á fyrirskipaðan hátt eða árita og undirrita fylgibréfið sakir sjónleysis eða annarrar fötlunar, skal kjörstjóri veita honum aðstoð til þess í einrúmi, enda er hann bundinn þagnarheiti um að segja ekki frá því sem þeim fer þar á milli. Aðstoðin skal þó aðeins veitt að kjósandi geti sjálfur skýrt þeim er aðstoðina veitir ótvírætt frá því hvernig hann vill greiða atkvæði sitt. Kjósandi verður sjálfur að biðja um aðstoð.

Hvernig fer með atkvæðið?

Ef atkvæðið er greitt hjá kjörstjóra í umdæmi þar sem kjósandi er á kjörskrá þá skilur kjósandi þar eftir bréf með atkvæði sínu og skal sjálfur láta bréfið í venjulegan atkvæðakassa. Atkvæðakassinn skal svo innsiglaður af kjörstjóra ásamt hlutaðeigandi kjörstjórn.

Ef atkvæðið er greitt hjá kjörstjóra í öðru umdæmi en því sem kjósandi er á kjörskrá, þá annast og kostar hann sjálfur sendingu atkvæðisbréfs síns. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst.

Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandi er á kjörskrá.

Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo að hægt sé að taka það til greina við kosninguna.

Fyrirgerir utankjörfundaratkvæðagreiðsla rétti manns til að greiða atkvæði á kjördag?
Nei, kjósanda er heimilt að greiða atkvæði á kjördag þó hann hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og kemur utankjörfundaratkvæðaseðill hans þá ekki til greina við kosninguna.

(Hér getur þú farið beint inn á upplýsingasíðuna)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s