Fyrirspurn frá kjósanda

Fyrirspurn frá kjósanda

Bréf frá kjósanda í Kópavogi sent mörgum frambjóðendum til stjórnlagaþings. Beiðni um einföld svör við spurningumum afstöðu frambjóðenda í mikilvægum málum til að auðvelda val kjósanda á kjördegi

1. Fjármál banka og stórfyrirtækja:viðskiptaleynd eða gagnsæi

Raunverulegt gagnsæi er eitt af mínum aðal stefnumálum. Allar upplýsingar sem ekki er skaðlegt að upplýsa um skulu upplýstar.

2. Staða Íslands gagnvart Evrópu: óbreytt eða innganga í ESB

Ég er aðildarviðræðusinni. Vil að lokið verði við aðildarviðræður svo framarlega sem það hafi ekki óafturkræf neikvæð áhrif á samfélagið og svo kjósi þjóðin um samninginn. Þá mun ég taka upplýsta ákvörðun en er hörð á því að t.d. við sem þjóð látum ekki af hendi yfirráð yfir auðlindum okkar og standa þarf vörð um grunn atvinnugreinar eins og landbúnað og sjávarútveg.

3. Náttúruauðlindir utan hefðbundins landbúnaðar:í einkaeign eða almannaeign

Auðlindir í þjóðareign er eitt af mínum aðalbaráttumálum:

„Þjóðareign á auðlindum er grundvallarákvæði í stjórnarskrá og eitt aðalstefnumál mitt. Íslenska þjóðin var 318.200 manns 1. október 2010. Í svo fámennu samfélagi jafn ríku af auðlindum á hver einstaklingur að geta haft það gott.

Arður af nýtingu auðlinda á að renna til þjóðarinnar. Ákvæði um slíkt þarf að vera fyrir hendi í drögum að nýrri stjórnarskrá.

Tryggja þarf rétt náttúrunnar í stjórnarskrá, að ekki sé á hana gengið meira en eðlilegt getur talist. Tryggja þarf rétt komandi kynslóða til auðlindanna í stjórnarskrá. Ganga þarf um auðlindir þjóðarinnar með sjálfbærni að leiðarljósi. „ (https://kristbjorg.wordpress.com/aherslur/%C3%BEjo%C3%B0areign-a-au%C3%B0lindum/)

Þakka innilega fyrir fyrirspurnina.

Með virðingu og vinsemd,

Kristbjörg Þórisdóttir

frambjóðandi nr. 6582

www.kristbjorg.wordpress.com

http://www.facebook.com/#!/pages/Kristbjorgu-porisdottur-a-Stjornlagabing/111631408901841

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s